Rúna Vala...hin eina sanna, enjoy...  

Gestabókin



Eldri blogg:





sendu mér póst
mánudagur, júní 21, 2004

Partýdagur

Laugardagurinn var alger partýdagur hjá mér og fleirum. Þetta var sannkallaður kórdagur. Ég byrjaði á því að mála smá með Gústa, síðan fór ég og gaf littlu sætu kisunum hennar systur minnar. Þær ERU svo mikil krútt!!! Þvínæst fór ég og sótti Júlíu til að fara í afmælisgrillpartý hjá Halla í kórnum. Nýlega hefur hann fengið nikkið Halli Heróín ;) Þetta var virkilega velheppnuð grillveisla. Við sungum og borðuðum og svo fóru nokkrir saman í fótbolta. Geðveikt stuð. við Júlía borðuðum saman og svo skildu leiðir í fyrirpartýunum, þar sem hún er alt en ég sópran. Svo var megasjitt partý hjá Tobba. Ég var komin heim um hálf sjö! Ég gekk heim af nesinu. Það var yndislegt! Ég hef bara aldrei lent í öðru eins blíðviðri! Sjórinn var spegilsléttur og það bærðist ekki hár á höfði! Maður ætti að fara að vakna um sexleytið, þá er allt svo kyrrt og friðsælt eitthvað. Jæja, ég þarf að fara að hugsa mér til hreyfings, vinnan kallar og hádegishléð senn á enda runnið. Já, og meðan ég man, þá er ég búin að týna símanum mínum (í augnablikinu). En það er hægt að ná í mig heima milli hálf fimm og hálf átta eða þar um bil þartil ég fer. Svo náttla á gæsluvellinum frostaskjóli á daginn. Annars er hægt að biðja Gústa fyrir skilaboð, hann er í skaramúss (en vesenið að vera ekki með gemsa! Hvernig FÓR fólk að? Ég segi nú ekki annað).


skrifað af Runa Vala kl: 12:47

Comments: Skrifa ummæli
© Sigrún Vala